Lógó Náttúrustofu Vesturlands
Breski fáninn/British flag
Samsett mynd af villtu dýralífi Snæfellsness

Ný grein – Kærir óvinir meðal spendýra

Einstök gögn Náttúrustofu Vesturlands um minka, sem hér eru tvinnuð saman við heimildarannsókn, sýna að getan til að greina þekkta nágranna frá óþekktum flökkudýrum er útbreidd meðal óðalsbundinna spendýra og tengist ekki því hvort tegundir séu félagslyndar.

Niðurstöðurnar benda eindregið til þess að jafnvel spendýr sem lifa stök en ekki í hópum eða pörum, hafi ekki síður en félagslynd dýr þróað hæfileikann til að gera greinarmun á einstaklingum. Þessi ályktun er mjög athyglisverð í ljósi þess að oft hefur verið litið sérstaklega á áhrif þess að lifa í hópi til að skýra þróun á vitsmunum dýra. Rannsóknin sýnir þannig fram á nauðsyn þess að líta til margra mismunandi umhverfisþátta og þróunarfræðilegra valkrafta til að skilja vitsmunalega getu núlifandi dýra og hvað liggur á bak við hana.

Ágengum tegundum fjölgar og áhrif þeirra aukast

Út er komin ný grein um stöðu og stjórnun framandi og ágengra lífvera í Evrópu, sem birtist í vísindatímaritinu Global Change Biology. Tveir starfsmenn …

Háhyrningar fara á milli Íslands og Noregs

Út er komin vísindagrein í tímaritinu Marine Mammal Science, sem er afrakstur háhyrningarannsókna við Snæfellsnes. Hún segir frá því að háhyrningar sem sést hafa …

Þrjár nýjar greinar á íslensku

Starfsfólk Náttúrustofunnar skrifaði þrjár greinar sem birtust í nýjasta hefti Fugla, félagsriti Fuglaverndar, sem kom út í sumar. Tímaritið Fuglar er eina útgáfan á Íslandi sem helguð er sérstaklega fuglum og …

Náttúrustofa Vesturlands

Helstu verkefni

Náttúrustofa Vesturlands stundar vísindalegar rannsóknir á náttúrunni með áherslu á framandi og ágengar tegundir og vistfræði fugla og spendýra. Einnig tekur Náttúrustofan þátt í verkefnum sem snúa að náttúruvernd, umhverfismálum og fræðslu til almennings. Náttúrustofan á í samstarfi við fjölmarga innlenda og erlenda fagaðila.

Rannsóknir og vöktun

Umhverfismál og þjónustuverkefni

Ritaskrá Náttúrustofu Vesturlands

Lógó Náttúrustofu Suðvesturlands
Lógó Náttúrustofu Suðurlands
Lógó Náttúrustofu Suðausturlands
Lógó Náttúrustofu Austurlands
Lógó Náttúrustofu Norðausturlands
Lógó Náttúrustofu Norðvesturlands
Lógó Náttúrustofu Vestfjarða
lógó náttúrufræðistofnunar Íslands

Ljósmyndir: Starfsfólk Náttúrustofunnar nema haförn, vaðfuglar á flugi, refur, selir, þúfutittlingar í lúpínubreiðu, háhyrningur og minkur á ís (©Daníel Bergmann).